Heimasíða Lindarbergs

24.08.2014 10:24

Laugardagurinn 23.08

Dagurinn var túrista og æfingadagur, byrjað á hjólatúr inn á Hvammstanga og krakkarnir hjóluðu á meðan múttan æfði upp í íþróttahúsi og svo var hjólað aftur heim. Ákveðið að skella sér síðan í berjamó og taka túristann svo á þetta og keyra Vatnsneshringinn og kíkja á klettinn og skoða seli.


22.08.2014 14:46

Kíkt upp í Ánastaðasel !!!

17. ágúst í æðislegu veðri fórum við eftir kvöldmat ríðandi frá Lindarbergi og upp í Ánastaðasel. Þetta fannst krökkunum mikið ævintýri.fleiri myndir inn í sumaralbúminu hér á heimasíðunni

 

 

21.08.2014 12:02

Sumarið senn á enda !!!


Langt síðan hefur verið skrifað hér inn en sumarið hefur verið skemmtilegt, Rakel Gígja keppti á Landsmótinu á Hellu og stóð sig með prýði á gæðingnum Æru frá Grafarkoti. Hér fyrir ofan eru myndir af þeim stöllum á mótinu og inn í myndaalbúminu fleiri af þeim og í hópreiðinni sem þær tóku þátt í með Þytsfélögum.
Í sumar erum við aðeins búin að fara í eina hestaferð og svo nokkra lengri útreiðartúra. Heyskap lauk 4 ágúst sem er mun fyrr en vanalega. 
Framkvæmdir í sumar eru að gerðið fyrir neðan hesthúsið var klárað, drenað á tveim stöðum og margir margir vagnar af möl keyrðir í það svo vonandi erum við komin upp úr drullusvaðinu sem er alltaf á vorin og þegar bleyta er. Hringgerðið er komið upp og í fulla notkun, frábært að hafa hringgerði í frumtamningar. Síðan var settur pallur fyrir sunnan stofuna sem er mikil stækkun á húsinu og verður dásamlegt að geta nýtt hann og vera í skjóli fyrir norðanáttinni :)

 

Síðan eru þökin að verða klár fyrir málun, búið að háþrýstiþvo þau og vinna á öllu riði. Næst er bara að grunna og skella svo málningunni á. Hlökkum mjög til þegar þessu verki verður lokið, verður vonandi mikil breyting á ásýndinni að bænum. Búið er að moka hesthús, hlöðu og bragga sem eru full af kindum og hestum yfir veturinn. 

Þá eru tvö verk á áætlun sem á að klára á þessu ári en það er að klæða austurhliðina á útihúsunum og hækka upp ganginn í hesthúsinu og setja hita í gólf. Alveg hægt að sætta sig við símastaurana aðeins lengur ef hitinn verður kominn og þá vonandi auðveldara að halda stíunum þurrum og hægt að baða hross auðveldlega. Verður ofsalegur munur.

Tveim hryssum var haldið í sumar, Hatta fór undir efnilega Aur frá Grafarkoti sem er 4 vetra hestur undan Arði frá Brautarholti og Urt frá Grafarkoti. Ugla fór svo undir aðra vonarstjörnu, en henni var haldið aftur undir Fitjahest og þessi heitir Reyr frá Efri-Fitjum undan Sæ frá Bakkakoti og Ballerínu frá Grafarkoti. Núna á að koma meri undan Uglu :)

Síðustu helgi var síðan Íþróttamót Þyts, þar kepptu Rakel og Æra í tölti og fengu 5,28. Reið með unglingunum í úrslitunum og fannst það geggjað  hefði endað önnur þar!!! Kveðjustund hjà þeim en Æra er vonandi fylfull við Rey f Efri-Fitjum !!! Indriði keppti í pollaflokki á hinum frábæra Freyði eins og hann kallar hann sjálfur og stóðu þeir sig vel eins og hinir pollarnir :)

 


Inn í albúmi hér á heimasíðunni má sjá myndir frá sumrinu og einnig eru sér myndaalbúm frá LM og ævintýri Rakelar og Æru.


12.06.2014 23:28

Rimi frá Lindarbergi fæddurÍ morgun fæddist þriðja og síðasta folaldið í Lindarbergi í ár. En það var bleikálóttur hestur undan Uglu frá Grafarkoti og Brimni frá Efri-Fitjum. Brimnir er undan Hnokka frá Fellskoti og gæðingamóðurinni Ballerínu frá Grafarkoti. Brimnir er fimm vetra og fór í dóm núna í vor og hlaut í aðaleinkunn 8,21. 8,26 fyrir byggingu og 8,18 fyrir hæfileika. Þessi sæti hestur fékk nafnið Rimi.

Brimnir

Annars er bara komið sumar og styttist verulega í heyskap. Rakel Gígja ætlar að skella sér með vinkonu sinni Æru á landsmót.
Síðan er planið að gera sólpall, mála þökin, klæða austurhliðina á útihúsunum og setja möl í gerðin, heyja og moka út úr húsunum í sumar... Svo það verður nóg að gera :)
Einar leiðindafréttir, slasaðist veturgamall foli sem við eigum undan Glósu frá Grafarkoti og Byr frá Grafarkoti þannig að þurfti að aflífa hann. Fór í sundur sin á afturfæti.

08.06.2014 13:33

Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir LMÍ gær var Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir LM 2014. Rökkvi og Freyðir tóku þátt í pollaflokki og stóðu sig auðvitað vel eins og allir pollarnir. Sést í myndbandinu líka í Guðmar á Lækjamóti á sínum gæðingi og Dagbjört á Þokka sínum. Vantar bara að sjáist í Jakob.

Síðan er aðeins af Rakel og Æru í forkeppninni, því miður voru úrslitin ekki tekin upp þar sem móðirin var bara of stressuð eftir fjörið á stökkinu í forkeppninni. En Æra fór hratt yfir á stökkinu í forkeppninni og sýndu því ekkert fet :) En stóðu sig vel í úrslitunum og fengu 8,23 út. Glæsilegur árangur á fyrsta móti í barnaflokki. Æra fékk 8,50 fyrir tölt og Rakel 8,60 fyrir stjórnun og ásetu. Fengu svo 7,90 - 8,0 fyrir stökkið. Svo núna er bara stóra spurningin hvort eigi að skella sér á LM :) 

Myndir komnar inn í myndaalbúmið undir Gæðingamót 2014

06.06.2014 22:30

Áróra í kynbótadóm 2014Mál (cm):
140 133 136 64 142 28 17
Hófa mál:
V.fr. 8,9 V.a. 7,4
Aðaleinkunn: 7,85

Sköpulag: 7,96


Kostir: 7,77

Höfuð: 8,5
6) Fínleg eyru 8) Vel opin augu

Háls/herðar/bógar: 8,0
4) Hátt settur

Bak og lend: 8,5
6) Jöfn lend 8) Góð baklína

Samræmi: 8,5
3) Langvaxið

Fótagerð: 7,5

Réttleiki: 7,5
Framfætur: D) Fléttar

Hófar: 7,5
E) Þunnir hælar

Prúðleiki: 7,5

Hæfileikar:


Tölt: 8,0
3) Há fótlyfta H) Stirt

Brokk: 8,0
4) Skrefmikið 5) Há fótlyfta B) Ferðlítið

Skeið: 7,0
4) Mikil fótahreyfing C) Fjórtaktað

Stökk: 8,0
1) Ferðmikið

Vilji og geðslag: 8,0

Fegurð í reið: 8,0
3) Góður höfuðb.

Fet: 7,0
A) Ójafnt

Hægt tölt: 7,5

Hægt stökk: 7,0
 

Fleiri myndir hér.

29.05.2014 23:10

Vorverkin og hringgerði


Í dag voru staurar settir niður norðan við hlöðuna og útbúið hringgerði. Verður mjög mikill munur að fá það fyrir tamningarnar. En í sumar verða nokkur tryppi frumtamin.


Það var nóg af dýrum í kringum Gunnar þegar hann var að grafa staurana niður, hvolpurinn lá sofandi og hann þurfti að passa sig hvar hann setti mölina og Æra fékk sér að éta á meðan haldið var við staura.

Fyrstu kindurnar eru svo komnar upp í girðingu og æddu þær uppeftir, greinilega komið nóg gras í girðinguna handa þeim. Síðan erum við búin að eyða nokkrum dögum í að laga girðinguna á hestahólfinu okkar sem við eigum með Gröf og liggur að Gröf. Ætlum að byrja á að hafa hrossin þar þangað til hitt hólfið verður tilbúið. 
 
Þota alveg tilbúin að skella sér í fjallið fagra, eignaðist þrjú svona á litinn. Eitt fékk fósturmömmu :)

Að lokum mynd af þessum tveim, vinkonur í rigningunni að horfa á íslensku sauðkindina :)

27.05.2014 21:32

Folald númer II mætt

 


Í morgun fæddist þessi hryssa. Undan Gæsku frá Grafarkoti og Sjóð frá Kirkjubæ. Gæsku fengum við að halda tvisvar sinnum, sumarið 2012 fór hún undir Hvin frá Blönduósi. Algjör snillingur þessi hryssa á tölti og flugvökur. Brokkið er til staðar og er gott þegar hún tekur það en það er ekki alltaf hægt. Gæska slasaðist fjögurra vetra á afturfæti en það hefur ekki aftrað henni mikið.

Svo það var algjörlega æðislegt að fá hryssu þar sem kom hestur í fyrra :)


Hér má sjá video af Sjóð á LM 2012 5 vetra: En Sjóður hlaut á kynbótasýningu um daginn, 7 vetra, 9 fyrir tölt, brokk og skeið, 8,5 fyrir stökk, 9,5 fyrir vilja og geðslag, 9 fyrir fegurð í reið og 8,5 fyrir fet. 9,00 fyrir hæfileika. 8,24 fyrir byggingu. Aðaleink: 8,70


26.05.2014 19:43

Fyrsta folaldið fætt !!!

Fyrsta folaldið fætt, 26.05., jarpur hestur undan Höttu frá Árbakka og Brenni frá Efri-Fitjum. 
29.04.2014 23:34

Sauðburður, sýningar, Ræktun, mót og fleiri myndir frá april og mars

 

Alltaf nóg að gera í Lindarbergi, setti inn í myndaalbúm myndir frá apríl og mars. Sjá hér. Þetta eru myndir frá því að krakkarnir kláruðu reiðnámskeiðin og þá var síðasti tíminn svo leikjatími og mættu þau með skreytta hesta og fóru í leiki. Einnig eru myndir frá sýningunni ,,Hestar fyrir alla", Rakel og Rökkvi tóku þátt í henni. Rakel var á Freyði í opnunaratriðinu og svo voru þau saman systkinin í atriði sem hét Lukku-Láki og Daltonarnir. Rökkvi var fógeti sem aðstoðaði Lukku-Láka sem var Rakel Gígja að ná Daltonunum :) Mjög skemmtilegt atriði. Einnig var Rakel í hestafimleikaatriði. Síðan var ræktunarbú frá Grafarkoti.

 
Indriði útskrifaðist svo af leikskólanum og hlakkar ofsalega til í haust að byrja í skóla og fara heim með skólabílnum, Gústa má bara byrja að hlakka til. 
 
Grunnskólamótið var svo í apríl í Þytsheimum og keppti Rakel þar og varð í fjórða sæti í tölti T7 í 4 - 7. bekk með einkunnina 5,38
Áróra er farin á Blönduós í þjálfun til Tryggva, verður vonandi sýnd í vor ef hún stenst væntingar emoticon
Við Rakel fórum svo á Selfoss í hestafimleikaferð, en krakkarnir í hestafimleikunum sýndu á Æskulýðssýningu á Selfossi og var það vel heppnuð ferð. Sýndu 20 börn og voru fleiri með í ferðinni og fullt af foreldrum.
Síðan var SKVH mót og kepptu Rakel, Raggi og Rökkvi á því. Rökkvi í pollaflokki og stóð sig auðvitað ofsalega vel á Freyði vini sínum. Rakel keppti svo á Æru og enduðu þær í 2. sæti í barnaflokki og Raggi keppti svo í 2. flokki og endaði fjórði.
Ég (Kolla) fór svo á Kvennatölt Norðurlands og fékk Stuðul í láni hjá Fanney og Loga og enduðu þau í 7. sæti með einkunnina 6,27. Mjög gaman að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þessu fjöri, Ísólfur og Vigdís fylltu stóra vagninn og eina kerru sem James fékk að draga af hrossum fyrir 14 konur og var ferðin hrikalega skemmtileg. Takk fyrir mig Ísólfur og Vigdís smiley
 
Um páskana fórum við svo ríðandi í Grafarkot og til baka með 90 hesta rekstur, byrjuðum á því að fara með Grafarkotshrossin í rekstri út á Hvammstanga, síðan fórum við frá Lindarbergi til baka ásamt mörgum úr hesthúsahverfinu á Hvammstanga. Æðislegur dagur í geggjuðu veðri og fengu allir svona sumarhestaferðafíling eftir daginn.
 
Síðustu helgi var svo farið suður á Ræktun með ræktunabú frá Grafarkoti, þar var ég aftur á Stuðli. En líka voru sýnd Byr, Brúney, Grettir og Karmen. Hér fyrir neðan má sjá video af sýningunni í Fákaseli.
 
Annars er bara sauðburður að byrja og allt fjörið í kringum vorið... OVER AND OUT !!!
 

16.04.2014 20:23

Rakel og Æra á Grunnskólamóti

Langt síðan hefur verið bloggað, en undanfarnar vikur hafa verið mjög annasamar. Húnvetnska liðakeppnin, sýningin ,,Hestar fyrir alla" sem krakkarnir tóku þátt í, Grafarkot tók svo þátt í reiðhallarsýningunni í Borgarnesi, mætti þar með ræktunarbú, reiðnámskeiðin kláruðust og þar var haldið lokafjör. Indriði Rökkvi útskrifaðist úr leikskólanum. Síðan fóru hestafimleikarnir að sýna á sýningu á Selfossi. Koma vonandi inn video af þessu öllu hérna inn á næstu vikum. En í gær var Grunnskólamót Norðurlands vestra og Rakel og Æra kepptu þar í tölti T7 4. - 7. bekk og stóðu sig vel og enduðu í 4. - 5. sæti. Hér fyrir neðan má sjá video af þeim stöllum en úrslit mótsins eru á heimasíðu Þyts eða hér.13.02.2014 20:42

Three amigos !!!

Alltaf gaman að hafa góða útreiðarhesta, hérna er smá video af Rakel á leiðinni í reiðtíma í dag með gæðingana Freyði og Æru frá Grafarkoti.

 

25.01.2014 20:02

Heppin

Rakel Gígja er heppin ung dama en amma hennar og afi ekki alveg jafn heppin haha en Æra frá Grafarkoti er geld í ár, fór bæði undir Sjóð frá Kirkjubæ og Vaðal frá Akranesi en hélt ekki. Í síðustu viku var hún tekin inn og skilin var eftir úti brúnblesótt dóttir hennar og Blæs frá Miðsitju, Ævi frá Grafarkoti. Í dag prufaði Rakel Gígja hana svo í fyrsta skipti í reiðtúr og fannst hún MERGJUÐ eins og hún orðaði það sjálf :)

Hér má sjá smá video af Æru og Rakel í dag, reiðtúr II eftir 7 ára pásu.
 

 
 

 

Komnar svo janúar myndir í myndaalbúmið, frá hinu og þessu sem á dagana hefur drifið þennan mánuðinn: http://lindarberg.123.is/photoalbums/256588/

Hiti u. Gæsku og Hvin Blönduósi... - púdda púdd kíktu út...             Kveðjureiðtúrarnir á Votti

 

25.12.2013 16:39

Jólin 2013

Jólin búin að vera ofurkósý þrátt fyrir brjálað veður, vorum á aðfangadagskvöld í Grafarkoti og komumst heim rétt eftir miðnætti í frekar slæmu veðri og fórum svo aftur í hádeginu á jóladag í hangikjötið og aftur barist heim í enn og verra veðri. Allir sælir og glaðir ;) Henti myndum inn í myndaalbúmið...


23.12.2013 23:53

Gleðileg jólGleðileg jól kæru vinir. Allt orðið fínt og jólalegt í Lindarbergi. Enda ÞORLÁKSMESSA og brjálað veður úti. Verður vonandi ekki svona í marga daga.