Heimasíða Lindarbergs

06.08.2021 10:42

FM fjör 2021Útilega sumarsins var á FM í Borgarnesi. Fórum suður á þriðjudegi og forkeppni í barnaflokki og unglingaflokki voru á miðvikudegi. Indriði Rökkvi og Griffla frá Grafarkoti stóðu sig rosalega vel þótt að hjartað hafi stoppað að slá í smástund þegar Griffla fór á kýrstökk en Indriði lagaði það og fengu þau flotta einkunn 8,40 og 2. sætið og héldu því svo í úrslitunum sem voru á sunnudeginum. Rakel Gígja keppti á Trygglind frá Grafarkoti í unglingaflokki og þar klikkaði líka stökkið en hryssan snarnegldi niður þegar Rakel ætlaði að byrja að hægja hana og þá fékk hún lága einkunn fyrir þann hluta og enduðu þær í 13. sæti með eink 8,20. En sem betur fer tóku þær líka þátt í tölti og eftir forkeppni voru þær efstar með eink 7,0 en enduðu eftir úrslit á laugardegi í 3. sæti með eink. 6,61.


Sólon Helgi var með allan tímann í fellihýsinu og stóð sig eins og hetja, þvílíkt þægilegur þrátt fyrir allt stússið. Raggi þurfti að eyða 2 dögum af mótinu í heyskap sem var reyndar frábært eftir á því það ringdi svo í viku.