Heimasíða Lindarbergs

30.04.2021 14:23

Mót vetrarins 2021

Ekki hefur verið mikið um mótahald í vetur útaf Covid-19 en krakkarnir hafa keppt á 2 mótum í Skagafirði í vetur með fínum árangri. Rakel keppti á Grifflu frá Grafarkoti í fjórgangsmóti og Rökkvi á Vídalín. Rakel var efst eftir úrslitin ásamt annarri dömu og tapaði 1. sætinu eftir sætaröðun dómara. Þær stöllu hlutu í einkunn 6,467. Rökkvi og Vídalín enduðu í 5 sæti og hlutu 5,33 í einkunn. 

Síðan fóru þau á FNV mót á Króknum, þar keppti Rakel í fjórgangi á Trúboða frá Grafarkoti og enduðu þau í 3 sæti með eink 6,50 og í tölti á Flein frá Grafarkoti og enduðu þau í 4 sæti með eink 6,50. Rökkvi keppti á Vídalín í tölti T7 og endaði í 2 sæti með eink 6,33.

Rakel og Trúboði frá Grafarkoti í forkeppninni.


Rakel og Fleinn frá Grafarkoti í úrslitum í tölti: