Heimasíða Lindarbergs

01.12.2020 09:00

Haustið 2020Líflömb haustið 2020, vorum afskaplega sátt við hópinn okkar sl haust. Hér fyrir neðan má sjá dóma gimbra og hrúta sem við settum á. 
Gimbrar:

Hrútar: 
Settum 2 hrúta á af heimabúinu og svo gaf Indriði afi Rökkva hrút frá Heydalsá, golsubíldóttur, sokkóttur á öllum. Geggjaður á litinn og verður gaman að fá lömbin næsta vor undan honum. Settum á 1 hrút undan Berki sem er hrútur undan Berki frá Efri-Fitjum og síðan hrút undan Amor sem er hrútur frá Sæðingastöðinni sem er líka undan Berki frá Efri-Fitjum. 


Einnig vorum við ánægð með útkomuna í sláturhúsinu, meðalvigt 18,2 gerð 10,5 og fita 6,9 og 36,6 kg eftir kindina.