Heimasíða Lindarbergs

13.07.2020 22:13

Íslandsmót barna og unglinga 2020Rakel Gígja keppti á Íslandsmóti barna og unglinga í sumar, keppti á Trygglind í tölti og fjórgangi og á Grifflu í slaktaumatölti. Gekk mjög vel á Trygglind í fjórgangi þótt þær kæmust ekki í úrslit en fetið og stökkið aftra því að hryssan nái að vera í toppbaráttunni. En töltið var hennar aðalgrein á mótinu en það eru ekki alltaf jólin, önnur hraðabreytingin klikkaði og þá var þetta búið. Hryssan og daman glæsilegar í braut að vanda. 
En Griffla stóð svo sannarlega fyrir sínu, þær stöllur komust í b úrslit og enduðu í 8 sæti með eink. 6,62 
Við gistum á frábærum stað, Hvoli 2 og fengum að geyma merarnar þar í frábærri aðstöðu. Frábært að þurfa ekki að keyra og gefa þeim og setja út, sérstaklega þegar maður rúntar um með 2 mánaða gamalt barn. Fleiri myndir inn í myndaalbúminu Sumar 2020