Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2020 Maí

23.05.2020 23:42

Áróra köstuð (21.05)



Áróra kastaði 21.05, rauðri hryssu undan Viðari frá Skeiðvöllum. Þannig að við eigum 2 alsystur undan Viðari, eina jarpa og eina rauða. 



17.05.2020 12:05

Hæfileikamótun LH



Um helgina var 3ja helgin í æfingabúðum hjá Rakel Gígju í verkefni sem kallast Hæfileikamótun LH og var sett á laggirnar í haust. 

Á heimasíðu LH segir að með nýju fyrirkomulagi í afreksmálum LH hefur verið ákveðið að setja af stað verkefni fyrir unga og metnaðarfulla knapa, það kallast Hæfileikamótun LH. Verkefnið verður á ársgrundvelli og er fyrsta skref og undirbúningur fyrir U-21 árs landslið. Ný afreksstefna LH verður birt á heimasíðu sambandsins á næstunni.

Hæfileikamótun LH fór af stað 2020, þar munu koma saman til æfinga ungir og hæfileikaríkir knapar víðsvegar af landinu. Verkefnið samanstendur af 6 hópum sem verða staðsettir í hverjum landshluta fyrir sig. Fjöldi knapa í hóp er 8. Gjaldgengir í hópinn eru unglingar á aldrinum 14-17 ára (unglingaflokkur). Frábært tækifæri fyrir unga knapa til að undirbúa sig með markvissri kennslu til að takast á við verkefni bæði hérlendis og á erlendum vettvangi t.d. Norðurlandamóti.

Þetta er flott verkefni og gaman að hafa markvissa þjálfun í gangi. 



16.05.2020 15:41

Ronja seld



Ronja var seld hálf óvænt til Þýskalands á dögunum en það var nú alls ekki ætlunin að selja hana að svo stöddu. En alltaf þurfa bestu hrossin að fara og erfitt að sleppa tækifæri þegar sala er í boði. Hún er 10 vetra og búin að vera með okkur frá upphafi í Lindarbergi og er fyrsta hrossið okkar frá Lindarbergi. 
Krakkarnir hafa bæði keppt á henni á innanhúsmótum Þyts og síðan varð Rakel Gígja íslandsmeistari á henni í hindrunarstökki 2016 á Hólum. 
Myndir af drottningunni sem er ein af þeim sem gleymist aldrei, gæðingur með geðslag upp á 100. 



15.05.2020 15:57

Lítill prins fæddur



Þann 06.05 sl fæddist nýr prins í Lindarbergsfjölskylduna. Hann var tæpar 15 merkur og 50 cm að stærð, er auðvitað algjör gullmoli sem verður gaman að dekra við. Á nánast 4 foreldra svo þetta verður bara fjör :) 
Fullt af myndum hér frá fyrstu dögunum http://www.lindarberg.123.is/photoalbums/293480/ 



14.05.2020 16:40

Vor 2020



Sauðburðurinn hófst 16.04 en þá bar Lukka 3 lömbum en áttu reyndar bara að koma 2. Var hálfgert lát þar sem fyrsta átti ekki að bera fyrr en 20.04. Við ákváðum að láta bera snemma þar sem von er á erfingja í byrjun maí. Talningin hefur nú komið betur út, allavega 16 kindur taldar með 2 sem komu með þrjú. 
Ónýtur hrútur í gemlingunum breytti þó þeim plönum og byrja þeir ekki að bera fyrr en 16. maí. Myndir frá sauðburði í albúmi á heimasíðunni: 

  • 1