Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2018 Júní

19.06.2018 04:50

Farmiði á LMHelgin fór í mótastand á Blönduósi, Rökkvi keppti með Kormáki í fótbolta á Smábæjarleikunum og Rakel tók þátt í sameiginlegri úrtöku fyrir LM og gæðingamóti Neista og Þyts. Rakel fór með Grifflu og Vídalín í unglingaflokkinn. Mistókst sýningin hjá þeim Grifflu en kýrstökk stoppaði þeirra von um að fara saman á LM. En Vídalín stendur alltaf fyrir sínu. 8,37 í úrslitum og 2. sætið inn á LM.
Rökkvi og hans lið stóð sig vel, voru 5 og höfðu því engan skiptimann. Skemmtileg barátta í liðinu allan tímann og voru þeir orðnir þreyttir í lok móts en lærðu að vinna sem lið.Hér fyrir neðan er video af Vídalín og Rakel. 
 

 

16.06.2018 04:15

Trygglind í kynbótadóm


Trygglind fór í kynbótadóm í vikunni, Fanney systir sýndi hana mjög vel. Þessi hryssa er algjör gæðingur, aðlagar sig að hverjum knapa og vill allt fyrir mann gera. Vakning móðir hennar er gæðingamóðir og erum við svo heppin að eiga þessa hryssu með Eydísi systur og mömmu og pabba. 

Sköpulag

Höfuð
8.5 - Skarpt/þurrt - Gróf eyru

Háls/herðar/bógar
8.5 - Mjúkur - Háar herðar

Bak og lend
8.5 - Breitt bak - Öflug lend

Samræmi
9 - Fótahátt - Sívalvaxið

Fótagerð
8 - Þurrir fætur

Réttleiki
7.5 - Afturf.: Nágengir

Hófar
8

Prúðleiki
7.5

Sköpulag
8.33


Kostir


Tölt
9 - Taktgott - Há fótlyfta - Skrefmikið - Mjúkt

Brokk
8 - Skrefmikið

Skeið
7 - Ferðlítið

Stökk
8.5 - Hátt

Vilji og geðslag
8.5 - Þjálni - Vakandi

Fegurð í reið
9 - Mikil reising - Góður höfuðb. - Mikill fótaburður

Fet
8 - Taktgott

Hæfileikar
8.36


Hægt tölt
9

Hægt stökk
8


Aðaleinkunn
8.35

11.06.2018 13:39

Folöld 2018

Fyrsta folaldið kom 25.05., hestur undan Uglu frá Grafarkoti og Hvin frá Blönduósi. Kom rauðskjóttur hestur, ofsalega flottur auðvitað og fékk hann nafnið Rambó eftir kosningu Lindarbergsfjölskyldunnar.
Síðan kastaði Feykja frá Höfðabakka 11.06 brúnni hryssu undan Hvin frá Blönduósi. Við teljum allar líkur á að hún verði grá en það kemur í ljós !!!
Þá á bara Áróra eftir að kasta en það verður ekki alveg strax, hún fór undir Trymbil frá Stóra-Ási.

Rambó frá Lindarbergi:
 

Aska frá Lindarbergi nýfædd:
 

  • 1