Heimasíða Lindarbergs

Færslur: 2016 Nóvember

16.11.2016 15:05

22 gimbrar settar á

Erum mjög sátt með lífgimbrahópinn í ár. Við settum á 21 gimbur og keyptum 1 forystu. Í hópnum er aðeins 1 hyrnd sem er flekkótt, 1 kollótt svarhöttótt blesótt, 1 móbotnótt, 1 mórauð, 1 svarbotnótt, 2 svartar, 2 gráar og restin hvít. Óvanalega margar hvítar þetta árið, enda 2 hrútar sem gáfu bara hvítt. Úr þessu verður bætt, því 3 lambhrútar voru settir á, 1 svarbotnóttur, 1 svarflekkóttur og 1 mórauður. Spennandi vor framundan í litaúrvali.
Við sæddum sl haust við Krapa frá Innri Múla, settum á systkini undan honum, svarta gimbur sem stigaðist vel og svarflekkóttan hrút sem stigaðist í 85,5 stig svo hann fékk að lifa. Hér fyrir neðan má sjá stigunina á þeim.
L310A (16-757 Kóngur) 13-940 Krapi 13-310 Jasmín 110 114 108 102 54 108 33 2,9 4 8 8,5 9 9 8,5 17,5 8 8 9 85,5
L0310 (16-608 Dimma) 13-940 Krapi 13-310 Jasmín 110 114 108 102 46 32 2,4 4 8,5 17,5 8 34 
Síðan sæddum við, við Höfðingja frá Leiðólfsstöðum í Laxárdal, fengum þar 3 hrúta og 2 gimbrar. Gimbrarnar voru báðar settar á og 1 hrútur. Gimbrarnar stiguðust mjög vel og hrúturinn ágætlega. Annar hrúturinn sem við lóguðum fór í E svo við vonum að þetta bæti búið að fá þessa ætt inn.
L0212 (16-612 Móra) 10-919 Höfðingi 12-212 Módís 105 95 104 107 45 32 4,6 4,5 9 18 8 35 
L0412 (16-611 Míla) 10-919 Höfðingi 14-412 Móna 103 95 106 107 39 33 3 4 8,5 17 8 33,5 
L0401 (16-759 Sezar) 10-919 Höfðingi 14-401 Sóldís 102 99 106 106 49 115 31 4 3,5 8 8,5 8,5 9 8,5 17 8 8 9 84,5 
 

Síðan settum við á undan hrútunum okkar sem við keyptum af ströndunum síðasta haust og erum mjög ánægð með útkomuna á dætrum þeirra. Ekki jafn ánægð með að bara annar þeirra skilaði sér heim úr girðingunni í haust. Við settum síðan í fyrra á 1 heimahrút undan Þoku-hreini sem skilaði okkur mjög löngum og stórum lömbum en þau stiguðust ekki jafn vel. Létum hann því fara.
Hér fyrir neðan má sjá líflambahópinn:
Gripur Örmerki Faðir Móðir Gerð Fita Frj. Mjólk. Þungi Fótl. ÓMV. ÓMF. Lögun Haus H+h. Br.+Útl. Bak Malir Læri Ull Fætur Samr. Alls
L0001 (16-601 Sól) 15-757 Steðji 10-001 Snælda 109 99 97 101 47 31 3,5 4 9 17 8,5 34,5
L0009 (16-609 Sunna) 15-757 Steðji 10-009 Þrílembingsgrána 105 102 113 103 40 31 2,4 4 8,5 17 8 33,5
L007A (16-607) 15-757 Steðji 10-007 Botna 103 101 104 101 40 29 3,1 3,5 8,5 16,5 8 33
L0212 (16-612 Móra) 10-919 Höfðingi 12-212 Módís 105 95 104 107 45 32 4,6 4,5 9 18 8 35
L0301 (16-602 Sæla) 15-757 Steðji 13-301 Saga 110 98 96 102 45 33 4,3 4 8,5 17,5 8,5 34,5
L0303 (16-603 Mjöll) 15-757 Steðji 13-303 Gyða 110 100 95 105 43 34 4,8 4,5 9 18 8,5 35,5
L0310 (16-608 Dimma) 13-940 Krapi 13-310 Jasmín 110 114 108 102 46 32 2,4 4 8,5 17,5 8 34
L0401 (16-759 Sezar) 10-919 Höfðingi 14-401 Sóldís 102 99 106 106 49 115 31 4 3,5 8 8,5 8,5 9 8,5 17 8 8 9 84,5
L0403 (16-617 Myrkva) 15-758 Nagli 14-403 Embla 106 95 102 102 44 36 3,9 4,5 9 17,5 8,5 35
L0409 (16-620 Salka) 15-758 Nagli 14-409 Elíta 103 99 108 101 39 32 2,8 4 8,5 17,5 7,5 33,5
L0412 (16-611 Míla) 10-919 Höfðingi 14-412 Móna 103 95 106 107 39 33 3 4 8,5 17 8 33,5
L0415 (16-615 Gola) 15-758 Nagli 14-415 Örk 105 101 109 101 39 33 2,9 4 8,5 17,5 8 34
L0416 (16-616) 15-758 Nagli 14-416 Venus 106 96 101 98 37 35 3,3 4,5 9 17,5 7,5 34
L0505 (16-605 Birta) 15-759 Moli 15-505 Þoka 100 106 111 107 48 32 5,2 4 8,5 16,5 8,5 33,5
L213A (16-613 Ör) 15-757 Steðji 12-213 Erla 109 94 100 105 47 29 3,8 3,5 8,5 17,5 8 34
L310A (16-757 Kóngur) 13-940 Krapi 13-310 Jasmín 110 114 108 102 54 108 33 2,9 4 8 8,5 9 9 8,5 17,5 8 8 9 85,5
L403A (16-618 Mist) 15-758 Nagli 14-403 Embla 106 95 102 102 48 34 2,8 4,5 9 18 8 35
L409A (16-621 Fiðla) 15-758 Nagli 14-409 Elíta 103 99 108 101 37 30 1,9 4 9 17,5 8 34,5
L410A (16-614 Karma) 15-758 Nagli 14-410 Gló 104 97 110 101 37 32 4,4 4 8,5 17,5 8 34
L519A (16-619 Gógó) 15-759 Moli 15-519 Góa 98 106 117 106 40 27 3,8 3,5 8 17 8 33
 
hrútarnir í Lindarbergi 2016/2017

Fleiri myndir af lífgimbrunum eru inn í myndaalbúmi hér á síðunni. 
  • 1