Heimasíða Lindarbergs

21.12.2013 23:54

Kandidat kominn inn

Þá er fyrsti barnahestur vetrarins kominn inn en það er hinn ungi Kandídat frá Grafarkoti, rauðblesóttur u. Tvinna frá Grafarkoti og Klassík frá Grafarkoti. Rakel og Rökkvi eru bæði búin að prufa hann og eru ofsa spennt fyrir nánari kynnum.Svo nálgast jólin, og í Bergi hefur staðið yfir hreingerningarvika eins og á flestum heimilum væntalega og bara allt að verða ready fyrir jólin. Allir komnir í jólafíling og þá sérstaklega Indriði Rökkvi sem er eins og tifandi tímasprengja þessa dagana og telur niður dagana og þarf að hafa NÓG að gera til að láta tímann líða.Er svo búin að vera að gramsa í gömlum videoum og ætla að henda hérna inn nokkrum þegar tækifæri gefst. Fyrsta er Afkvæmi Óttu frá Grafarkoti á sýningu á Króknum.
04.12.2013 22:30

Riddari, kuldi og jólasveinar

 
Riddari kominn inn í Grafarkoti, feitur og sæll en því miður ekki nægilega stór. Hann er undan Uglu og Blæ frá Miðstitju. Mun örugglega geta farið hratt í framtíðinni þótt hann verði smár.

Annars bara rosalega kallt í dag -12 stiga frost núna í kvöld og verður kaldara á morgun, spá allt að -25 stiga frosti. Svo veturinn er kominn. Síðustu helgi var jólamarkaður á Hvammstanga og kveikt á jólatrénu. Þá komu tveir sveinkar að dansa í kringum jólatréð með krökkunum og svo var myndataka með öðrum þeirra :)  Styttist í jólin !!!Þá styttist í að tilhleypingar, en ætlunin er að setja hrútana í um næstu helgi. Svo mega jólin koma :)

30.11.2013 22:19

Rólegheit

Allt er í rólegheitunum í sveitinni... Jólin nálgast en enn er ekki búið að klára framkvæmdirnar fyrir utan hesthúsið. Bið eftir gröfunni, en verður vonandi drifið af í komandi viku.
Svo helgin er bara notuð í þrif, hesthúsferðir og fleira. Krakkarnir fóru í bíó í dag í Selasetrinu, ekki slæmt að vera með bíó á staðnum.
Áróra eftir reiðtúr dagsins...


Hera að verða voða fín og farin að hlýða beislinu og öllum bendinum. Er á fimmta, aðeins tamin í mánuð í fyrra. Mjög hreingeng og þæg hryssa.


Smári eftir heimalærdóm dagsins á frumtamningarnámskeiðinu.

27.11.2013 21:14

Frumtamningarnámskeið

Raggi skellti sér á frumtamningarnámskeið hjá Þóri Ísólfs. Ég fór í fyrra og var mjög ánægð með námskeiðið, annar verklegi tíminn í kvöld hjá þeim nöfnunum en Raggi tók hestinn sinn, Smára frá Grafarkoti á námskeiðið. Hann er undan Gretti og Urtu frá Grafarkoti. Mun vonandi verða næsti reiðhesturinn hans :)26.11.2013 22:38

Akureyri helgina 22. - 24 feb
Áttum æðislega helgi í sumarbústaðnum í Vaðlaborgum norðan við Akureyri sl helgi með fjölskyldunni. Settum inn myndir frá helginni, en farið var á skauta, horft á Einar keppa í frjálsum, farið í bíó, í búðir, í pottinn, sofið og borðað. Rosa fjör á Akureyri :)

18.11.2013 09:20

Stóðið í nóvember 2013

Raggi fór í rjúpu og tók nokkrar myndir af hrossunum á leiðinni niðureftir. Flott veður í myndatöku !!!  
Kjalar, Kóði, Ronja, Hulda, Gígja og Ræningi

  
Hatta, Edda, Koldís, Smári og Koldís aftur á bakvið hann :)

 
Ugla með Arionsdótturina, Hiti fyrir aftan hana. Þær mæðgur svo aftur.


 
Döggvar og Kóði
10.11.2013 09:48

Framkvæmdir og fyrstu hrossin tekin innÍ gær komu þessar dömur inn, Hera og Áróra, báðar á fimmta. En fá þær að vera inni í Grafarkoti í smá tíma á meðan framkvæmdirnar eru í gangi í Lindarbergi. Það er nú ekki leiðinlegt að komast í aðstöðuna þar.
Helgin hefur farið í framkvæmdir að öðru leyti, inn í albúm hérna á síðunni er komið framkvæmdaalbúm.

03.11.2013 21:54

Framkvæmdir og rollustúss

 

Loksins smá framkvæmdir, listinn er laaaaangur en var þetta komið á toppinn á honum. Núna er verið að taka heita vatnið niður í hesthús og drena að austanverðu og norður og niður :) Svo er planið að leggja hitarör í fóðurganginn í hesthúsinu og steypa hann upp. Verður vonandi mikill munur.
Í dag kom svo Magnús og rúði kindurnar. Vonandi verða svo fyrstu hrossin tekin inn í vikunni en fyrst verða 2 merar teknar inn í Grafarkoti þær Áróra og Hera. Gaman að byrja aftur ;)

19.10.2013 21:32

Ugla fór á flakk :)

Í dag var hrossunum gefið ormalyf, Steini kom og örmerkti og Ingunn kom og tók blóðsýni úr nokkrum til kanna selenskort og fleira, svo tók hún DNA og að lokum fylskoðaði Uglu sem er fylfull við Brimni frá Efri-Fitjum. Semsagt mjög spennandi vor framundan, tvær merar fylfullar við Fitjahestum en Hatta fór undir Brenni og svo fór Gæska undir Sjóð frá Kirkjubæ.

En smá saga af deginum... Stella tók sín hross úr okkar á miðvikudaginn og var nú voðalega hissa hvað Vaka sín var róleg og spök og þegar Raggi ætlaði að ná Uglu til að teyma á undan okkar hrossum út í hólf vildi hún víst ekkert láta ná sér haha Í dag þegar við sóttum svo okkar hross til að fara í þetta stúss furðuðum við mæðgur okkur á litnum á folaldinu hjá Uglu þegar hún hljóp með stóðinu. En folaldið var jarpt, ekki það að folöldin undan Uglu skipta oft um lit :) En þegar hrossin komu í Lindarberg sáum við að þetta var ekki Ugla heldur Vaka hennar Stellu. haha Svo þá var förinni heitið út í Kárastaðagirðingu að leita að Uglu sem er með brúnt folald og hún fannst auðvitað og skiptin fóru fram á merunum. Við vorum amk mjög fegin að Stella var ekkert farin að huga að því að setja í sláturhús :) hahaha
16.10.2013 23:16

Hrossunum smalað heim 16.10

Hrossunum smalað heim í dag en Þorsteinn, Eydís, Sara og co voru að sækja hest sem er að fara í tamningu til Fanneyjar og tækifærið var nýtt til að ná okkar heim, eftir að gefa ormalyf og fleira stúss. Stella tók sín hross úr girðingunni líka og rak út að Kárastöðum.

 
Hiti Hvinssonur og Gæska frá Grafarkoti


Hatta með Eldfaradótturina Eddu tv og Áróra frá Grafarkoti th.


Hera frá Helguhvammi tv og Döggvar Meyvatnssonur th.


Gígja frá Grafarkoti u. Gretti og Urtu tv. Sindri frá Sauðadalsá th.14.10.2013 22:15

Lífgimbrarnar valdar

15 gimbrar settar á, ofsalega erfitt val að vanda og fóru nokkrar fínar í Hvíta húsið þar sem ekki er komin 2. hæð á braggann fyrir fleiri :) Svo 52 verða þær næsta vetur.


Heimalingurinn Mjallhvít er auðvitað aðal gimbrin en hún mun örugglega leika við krakkana í hesthúsinu og úti í snjónum ef þannig liggur á henni ;)

Dimmir, algjör töffari og mun sinna ungu dömunum í vetur.

Hérna fyrir neðan eru svo nokkrar myndir ad dömunum og svo fleiri inn í myndaalbúmi hér á síðunni:


12.10.2013 18:51

HelginBúið að vera frábært veður um helgina, 11 stiga hiti og sól og voru því gluggarnir á húsinu málaðir. Tíðin í sumar var ekki sú besta fyrir málningarvinnu og alltaf þegar það var þurrt var heyjað eða notið veðursins í hestaferðum. Svo núna loksins náðist þetta en þakið þarf líklega að bíða þangað til næsta sumar. Síðan var einnig skyldusmalamennska í dag, vinnumenn Lindarbergs þeir Maggi í Helguhvammi og Jón Hilmar stóðu sig vel og náðu 12 skjátum þegar þeir smöluðu landið :)
Mikil tilhlökkun er svo fyrir morgundeginum en þá verða lífgimbrarnar valdar :)


06.10.2013 16:22

Haustið

LINDARBERG á fallegum haustdegiFærðum rollurnar neðar í dag 06.10, en þær voru komnar alveg upp að girðingu.

Hérna fyrir neðan og í myndaalbúminu á síðunni eru fleiri myndir frá haustinu :)
24.09.2013 21:43

Hrossin sluppu í túnið !!!Þessar voru frekar ósáttur við ónæðið í stóðinu sem kom inn á ÞEIRRA svæði og voru með læti :)
Svo auðvitað hlýddum við mjólkurkúm Lindarbergsbúsins og hentum hrossunum aftur upp í girðingu. Tók samt nokkar myndir af þeim áður. 


Hér eru tv Hulda og Koldís. Th. er Hera frá Helguhvammi


Grettisdóttirin Gígja frá Grafarkoti og Hiti frá Lindarbergi u. Gæsku og Hvin

Fleiri myndir má sjá hér

23.09.2013 20:39

Fyrsta fréttin á heimasíðu Lindarbergs

Ákvað að búa til síðu fyrir Lindarberg, ekkert endilega til að blogga mikið. Meira svona til að eiga góða dagbók og finna hlutina þegar maður þarf að finna þá :)

Í dag fórum við Rökkvi og kíktum á Riddara og aðra gradda í Grafarkoti. Riddari er undan Uglu frá Grafarkoti og Blæ frá Miðstitju.


Svo var kvöldsólin geggjuð í Lindarbergi í kvöld :)